Job shadowing – Katarina Västra

Frá 10. til 14. október heimsóttum við leikskóla í Svíþjóð, Katarina Västra. Þar áttum við lærdómsríka daga á meðan við fylgdumst með áhugaverðu starfi.

Í leikskólanum voru fjórar aldursskiptar deildir frá eins árs til sex ára. Á hverri deild vann leikskólakennari, artelierista (listmenntaður einstaklingur) og leikskólaliði/ar.

Vel var búið að huga að því að skapa lifandi, hvetjandi og skapandi umhverfi inn á hverri deild þar sem börnin höfðu tækifæri til að uppgötva, samþætta, þróa og vinna með hin “hundrað mál”. Umhverfið var hannað með tilliti til orkuflæðis og hreyfingaþarfa barnanna  sem leikskólastjórinn líkti við  hjartalinurit sem gengur í bylgjum.

  • Á hverri deild var eitt stórt opið rými. Í því rými mátti finna stafræn tæki (skjávarpa, tölvu, ipad og apple tv), hljóðfæri, búninga, svið, tjöld fyrir skuggaleikrit o.fl.
  • Þaðan var tenging inn í listasmiðjur deilda og önnur rými.
  • Lögð var áhersla á að það væri auðvelt að tengja saman og vinna með hin mismunandi 100 mál og því var flæði á milli rýma.

Á yngstu deild var t.d. stafræn tækni notuð í bland með hreyfingu, tónlist, hljóðfærum og myndsköpun.

Boðið var uppá ýmislegan efnivið með kubbum.

Eftir heimsóknina langar okkur til að endurskoða og þróa rýmin okkar inn á deildum:

  • Hvernig getum við nýtt okkur umhverfið sem þriðja kennarann með tilliti til hjartlínuritsins og skapandi starfs?
  • Hvernig getum við skapað rólegt og notalegt andrúmsloft sem hvetur til samþættingar 100 málanna?

 

 

 

Design a site like this with WordPress.com
Get started